Þessa dagana fer fram undan keppnin í Meistaradeild Evrópu þar sem tvö sæti eru laus í deildinni. Átta lið berjast um hituna en um er að ræða eitt sæti í A riðli og eitt sæti í B riðli.
Fyrri umferðin í 8-liða úrslitum um þessi tvö lausu sæti er þegar búin og standa leikar eftirfarandi:
 
Alba Berlin 1-0 Hemofarm
Spirou Basket 1-0 Unics
Le Mans 1-0 Asvel Basket
Budivelnik 0-1 BK Khimki
 
Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum klárast svo allir í dag eða í kvöld.
 
Ljósmynd/ Euroleague: Marko Marinovic og félagar í Alba Berlín eru í bílstjórasætinu fyrir síðari leikinn gegn Hemofarm í kvöld. Marinovic gerði 15 stig í fyrri viðureign liðanna.