Það verða Bandaríkin og heimakonur í Tékklandi sem leika til úrslita á Heimsmeistaramóti kvenna í körfuknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en rétt eins og á HM karla var það heimaliðið sem náði með dyggum stuðningi að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.
Undanúrslitin fóru fram í gær þar sem Bandaríkin rúlluðu yfir Spán 106-70 og Tékkar lögðu Hvít-Rússa 81-77. Spánn og Hvít-Rússar leika svo um bronsverðlaunin kl. 15:30 að íslenskum tíma.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com – Fátt ef nokkuð virðist geta stöðvað Bandaríkjamenn um þessar mundir.