Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Atlanta Hawks unnu sinn annan deildarsigur í röð og byrja því tímabilið með glans. Atlanta mætti Philadelphia 76ers á útivelli og hafði betur gegn gestgjöfum sínum 101-104.
 
Joe Johnson var stigahæstur í liði Hawks með 22 stig og 5 fráköst en hjá Sixers var Andre Iguodala atkvæðamestur með 27 stig og 10 fráköst.
 
Þá rassskellti Miami Orlando í Flórídaslagnum 96-70. Dwyane Wade með 26 stig fyrir Heat en Dwight Howard með 19 hjá Orlando.
 
Úrslit næturinnar:
 
Charlotte 101-104 Indiana
New Jersey 106-100 Sacramento
Toronto 101-81 Cleveland
Boston 105-101 New York
Detroit 104-105 Oklahoma
Miami 96-70 Orlando
Minnesota 96-85 Milwaukee
New Orleans 101-95 Denver
Dallas 90-91 Memphis
Golden State 109-91 LA Clippers
Phoenix 106-114 Lakers