Magnús Þór Gunnarsson og félagar í Aabyhoj töpuðu sínum öðrum leik í röð í gær þegar þeir heimsóttu SISU heim. 86-80 var lokastaða leiksins og liðið í 6. sæti sem stendur eftir 3 umferðir. 
 Leikurinn var frekar jafn en í hálfleik voru það Aabyhoj sem leiddu með 7 stigum eftir góðan annan fjórðung.  SISU komu hinsvegar tilbaka í þriðja fjórðung og komust yfir. Undir lokin þegar um mínúta var staðan 82-80 fyrir SISU og Magnús Þór tekur þrist en klikkar. 
 
SISU náðu svo í kjölfarið að klára leikinn. Magnús setti niður 7 stig í leiknum en það var annar íslandsvinur sem er í röðum SISU, Thomas Soltau sem var maður leiksins með 24 stig.  Thomas spilaði með Keflavíkingum hér fyrir fáeinum árum. 
 
skuli@karfan.is