Álftanes vann í dag KV í 2. deild karla í 76-73. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Álftnesingar voru 8-10 stigum yfir nær allan leikinn en í hálfleik var staðan 37-42.
Vesturbæingar gáfust samt aldrei upp og með hetjulegri baráttu komust þeir í góða stöðu í fjórða leikhluta. Þeim tókst samt aldrei að komast nær en í eitt stig og Álftnesingar stóðust áhlaupið í lokin.

 
Texti og myndir: Gunnar Gunnarsson