Nýliðar Fjölnis máttu þola sinn annan deildarósigur í dag þegar Hamar kom í heimsókn í Dalhúsin í Iceland Express deild kvenna. Jaleesa Butler átti enn einn stórleikinn í liði Hamars með 34 stig og 17 fráköst. Hjá Fjölni var Margareth McCloskey með 30 stig.
Mikið jafnræði var með liðum í dag í Grafarvoginum og var hvorugt liðið að fara að gefa eftir. Fyrsti leikhluti var jafn og skemmtilegur enda ekki við öðru að búast. Fjölnisstúlkur náðu að mínka muninn niður í 36 – 43 fyrir hálfleik og var J. Butler erfið undir körfunni í fráköstum og skoraði grimmt.
 
Þegar leið á leikinn náðu Fjölnir 17 – 0 rönni og komust aftur inn í leikinn þegar 7 mín voru eftir af 4 leikhluta og staðan 67 -70 fyrir Hamri. Leikurinn endaði með sigri Hamars eftir mikla baráttu beggja liða og þeir sem mættu í Grafarvogin í dag fengu toppskemmtun mill tveggja frábærra liða. Nýliðar Fjölnis eru að sýna að þær eiga gott erindi í deildinni og gefa ekkert eftir þegar á gólfið er komið.
 
„Við þurfum að fínpússa það sem við erum að gera og smám saman bætum við meira og meira í, annars mjög sáttur með sigur,” sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari Hamars í samtali við Karfan.is að leik loknum.
 
„Ég er sáttur með leikinn sem slíkann, en mjög ósáttur með alltof marga tapaða bolta og slæmar sendingar, það var að drepa okkur í dag,” sagði Eggert Maríuson þjálfari Fjölnis sem á enn eftir að finna sinn fyrsta deildarsigur.
 
Texti: Karl West Karlsson
Ljósmynd/ Úr safni: Ágúst Björgvinsson og liðsmenn hans í kvennaliði Hamars hafa unnið tvo fyrstu deildarleiki sína.