Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þar sem Aabyhoj, lið Magnúsar Þórs Gunnarssonar, tók á móti Aalborg Vikings. Magnús og félagar höfðu sigur í leiknum en einhver vandræði urðu á tölfræði skráningu leiksins.
Lokatölur voru 81-73 Aabyhoj í vil en stigaskor og aðrar tölur einstakra leikmanna eru ekki fáanlegar að svo stöddu. Eftir sigurinn er Aabyhoj í 6. sæti deildarinnar með 6 stig eftir 3 sigra og 3 tapleiki.
 
Uppfærsla (Snör viðbrögð aðstoðarþjálfarans)
Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Aabyhoj var ekki lengi að bregðast við og sendi okkur tölur Magnúsar frá leiknum í gær, kappinn setti 13 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Magnús setti niður 2 af 5 teigskotum sínum og 3 af 8 þriggja stiga skotum sínum.