Blásið er í herlúðra á Vestfjörðum þessi misserin og nú eru nýliðarnir komnir með stuðningsmannalag fyrir átökin í Iceland Express deildinni. Kapparnir sem eiga heiðurinn að stuðningsmannalaginu heita Stjörnuryk og MC Isaksen.
Hægt er að smella hér til að heyra lagið en það var frumflutt á viðureign KFÍ og Tindastóls í fyrstu umferð deildarinnar. Við lagið eru klippur úr leik KFÍ og Tindastóls sem Fjölnir Baldursson setti saman.