Humar, Arnaldur, Dikta og margt fleira er það sem Íris Sverrisdóttir kann vel að meta en Íris var hvergi bangin þegar Karfan.is skoraði á hana í 1 á 1. Íris skipti um lið í sumar þegar hún hélt úr Röstinni í Hafnarfjörð en fram að því var Grindavík eina liðið sem hún hefur leikið með.
Byrjunin hjá Haukum hefur verið upp og ofan í Iceland Express deild kvenna en liðið hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum til þessa þar sem Íris er stigahæsti leikmaður liðsins með 17,3 stig að meðaltali í leik.