Forráðamenn Houston Rockets hafa gefið það út að Yao Ming muni ekki leika meir en 24 mínútur í leik á næsta tímabili. Er þetta gert til að stýra álagi á fótleggi hans sem hafa verið nettir brauðfætur undanfarin ár.
Samkvæmt því sem varaforseti Houston segir muni hann ekki leika sekúndu meir en 24 mínútur. Sama hver staðan í leiknum verði.
 
Hann sagði að staðan gæti breyst þegar komið er í úrslitakeppnina en takmarkið er að láta hann klára keppnistímabilið heill heilsu og svo taka menn stöðuna á honum ef liðið kemst í úrslitakeppnina.
 
Einnig segja forráðamenn Houston að ef liðið leikur tvo daga í röð hvíli hann seinni daginn en það gæti þó breyst ef ástand hans lagast í vetur.
 
Þjálfari Houston, Rick Adelman, samþykkti þessa ráðstöfun enda veit hann að stjörnumiðherjinn sinn hefur misst úr fjölda leiki hvert einasta tímabil undanfarin fimm ár út af meiðslum í fótunum. Því vill hann án efa fá 24 mínútur frá Yao í allan vetur heldur en að missa hann í meiðsli í desember.
 
Yao var frá allt síðasta tímabil vegna meiðsla í fótleggjum.
 
Ljósmynd/Turninn Yao verður vonandi á fullu allan næsta vetur í NBA.
 
emil@karfan.is