Delonte West er á leið til Boston í NBA deildinni á nýjan leik en hann kemur til félagsins úr Cleveland-Minnesota samkurli. West lék fyrstu þrjú árin sín í NBA deildinni áður en honum var skipt til Seattle í samning sem færði Boston Ray Allen.
West mun engu að síður taka út 10 leikja bann sem NBA deildin dæmdi hann í á dögunum en kappinn var handtekinn með skammbyssur, haglabyssur og hnífa í Maryland þar sem hann ók vél-þríhjóli grár fyrir járnum.
 
Á sínum ferli í NBA deildinni hefur West verið með 10 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.