Þá er öllum leikjum kvöldsins lokið og ljóst hvaða lið fara í undanúrslit. KR, Snæfell, Keflavík og Grindavík leika í undanúrslitum á miðvikudag.
KR vann KFÍ 97-76. Pavel Ermolinskij var stigahæstur hjá KR með 18 stig og 14 fráköst. Hjá KFÍ skoraði Edin Suljic 23 stig.
 
Grindavík vann í Njarðvík 87-102. Páll Axel Vilbergsson var með 28 stig fyrir Grindavík og hjá Njarðvík var Guðmundur Jónsson með 25 stig.
 
Snæfellingar lögðu unga og spræka Fjölnismenn að velli 94-76. Emil Þór Jóhannsson var stigahæstur heimamanna með 21 stig og hjá Fjölni voru þeir Tómas Heiðar Tómasson og Ægir Þór Steinarsson stigahæstir með 18 stig.
 
Keflavík vann Hamar 97-85 þar sem Hörður Vilhjálmsson var stigahæstur með 23 stig og hjá Hamri skoraði Svavar Pálsson 23 stig.

Ljósmnd/ Pavel Ermolinskij leiddi sína menn til sigurs í kvöld.
 
emil@karfan.is