Átta-liða úrslit kláruðust í Lengjubikar kvenna í dag þegar KR tók á móti Fjölni og Grindvíkingar lögðu leið sína í Fjörðinn.
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Fjölnis 76-56. Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst KR-kvenna með 19 stig og 9 fráköst. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 18 stig.
 
Hjá Fjölni skoraði Bergþóra Tómasdóttir manna mest eða 19 stig. Erla Sif Kristinsdóttir bætti við 15 stigum fyrir Fjölni.
 
Haukar unnu Grindavík í baráttuleik 64-49. Alysha Harvin var með 23 stig fyrir Hauka og Gunnhildur Gunnarsdóttir setti 13 stig fyrir rauða.
 
Hjá Grindavík skoraði Helga Hallgrímsdóttir 17 stig og tók 19 fráköst. Næst á eftir Helgu kom Berglind Anna Magnúsdóttir með 11 stig.

Ljósmynd/stebbi@karfan.isRagna Margrét Brynjarsdóttir drottnaði undir eigin körfu í dag.
 
emil@karfan.is