Næstsíðustu umferð riðlakeppninnar á HM er nú lokið en alls fóru 12 leikir fram í dag og var í mörg horn að líta. Heimamenn í Tyrklandi, Bandaríkjamenn, Argentínumenn og Litháen eru nú einu taplausu lið keppninnar og línur farnar að skýrast verulega fyrir 16 liða úrslitin en þó verður staða mála ekki endanlega ljós fyrr en annað kvöld.
Úrslit dagsins:
 
Kína 80-89 Rússland
 
Kanada 61-71 Nýja Sjáland
 
Serbía 94-79 Ástralía
 
Króatía 84-64 Túnis
 
Fílabeinsströndin 60-97 Grikkland
 
Líbanon 57-91 Spánn
 
Þýskaland 88-92 Angóla
 
Íran 51-88 Bandaríkin
 
Tyrkland 79-77 Portó Ríkó
 
Litháen 69-55 Frakkland
 
Argentína 88-79 Jórdanía
 
Brasilía 77-80 Slóvenía
 
Þessi lið eru án sigra og komast ekki áfram í 16 liða úrslit:
Kanada, Fílabeinsströndin, Túnis og Jórdanía.
 
Í augnablikinu er það Argentínumaðurinn Luis Scola sem leiðir stigaskorið á HM með 28,3 stig að meðaltali í leik. Kínverjinn Yi Jianlian er með flest fráköst að meðaltali í leik eða 9,8 talsins og flestar stoðsendingar að meðaltali í leik gefur Brasilíumaðurinn Marco Huertas eða 6,8.
 
Ljósmynd/ Litháen er ein fjögurra þjóða á HM sem enn hefur ekki tapað leik! Hér á myndinni treður Linas Kleiza með tilþrifum í æfingaleik gegn Íslandi. Neðst til vinstri má sjá glitta í stórskyttuna Magnús Þór Gunnarsson. Linas Kleiza er í augnablikinu í 5. sæti yfir stigahæstu menn mótsins með 19,3 stig að meðaltali í leik.