Fyrstu tveimur keppnisdögunum á heimsmeistaramóti kvenna í körfuknattleik er nú lokið og eru fjögur lið sem hafa unnið báða leiki sína til þessa. Liðin eru Ástralía, Bandaríkin, Spánn, Rússland og Frakkland en þessi fimm lið þykja líkleg til afreka á mótinu sem fram fer í Tékklandi.
Leikið var í öllum fjórum riðlum í dag og voru úrslit eftirfarandi:
 
Kína 61-65 Kanada
Argentína 58-59 Japan
Ástralía 83-59 Hvíta Rússland
Spánn 84-69 Kórea
Bandaríkin 108-52 Senegal
Rússland 55-52 Tékkland
Brasilía 80-73 Malí
Frakkland 69-55 Grikkland
 
Japanski leikmaðurinn Yuko Oga leikmaður JX Sunflowers í Japan er stigahæst á mótinu eftir tvo leiki með 22 stig að meðaltali í leik. Spánverjinn Sancho Lyttle hefur tekið flest fráköst eða 11 að meðaltali í leik og flestar stoðsendingar hefur Adrianinha Pinto frá Brasilíu gefið eða 5,5 í leik.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com – Irina Osipova og félagar í rússneska liðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu.