Sunnudaginn 26. september verður haldið tölfræðinámskeið í Laugardalshöll. Á námskeiðinu er farið yfir notkun á Smartstatt forritinu en það heldur utan um beina tölfræðilýsingu á netinu.
Allir leikir í Iceland Express-deild karla og kvenna sem og í 1. deild karla eiga að vera í beinni tölfræðilýsingu. Þátttakendur þurfa að koma með eigin tölvu og hlaða niður forritinu í hana áður en þeir koma.
 
Skráning er á kki@kki.is – en þar þarf að koma fram nafn, e-mail, sími og félag.