Riðlakeppninni er lokið á HM og nokkrar sterkar þjóðir dottnar út. 16-liða úrslitin hefjast um helgina en kíkjum nú á það helsta sem gerðist í gær.
Flest stig:
Luis Scola skoraði 32 stig í tapi fyrir Serbíu.
 
Stærsti sigurinn:
Tyrkland-Kina. Tyrkir unnu 87-40 sem gerir 47 stig.
 
Óvæntastu úrslitin:
Nýja Sjáland vann Frakkland 82-70. Þetta þýðir að Frakkar lenda í fjórða sæti í A-riðli en með sigri hefðu þeir náð 2. sæti.
 
Frammistaða dagsins:
Luis Scola var óstöðvandi gegn Serbíu en hann setti 32 stig og tíu þeirra komu í leikhlutanum. Er hann nú búinn að skora yfir 30 stig í fjórum af fimm leikjum mótsins.
 
Hetjan:
Dusko Savanovic setti stóran þrist fyrir sína menn í Serbíu í dag gegn Argentínu. Hann kom þeim yfir 80-77 með þristinum þegar 18.8 sekúndur voru eftir. Serbar náðu að klára leikinn og unnu 84-82.
 
Skúrkurinn:
Fílabeinsströndin var á leið í 16-liða úrslit í gær þegar örskammt var til leiksloka í leik þeirra gegn Púertó Ríkó. Fílabeinsströndin þurfti að vinna með 12 stigum til að komast áfram og þeim mun náðu þeir þegar Mohamed Kone tróð með tilþrifum þegar stutt var í leikslok. En David Huertas, leikmaður Púertó Ríkó, sallaði niður þrist í blálokin sem þýddi að sigur Fílabeinsstrandarinnar endaði í níu stigum. Sá munur dugði ekki til að Fílabeinsströndin færi áfram. David Huertas er skúrkur dagsins fyrir að skjóta í lokin þegar úrslitin leiksins voru ráðin. Um leið kom hann í veg fyrir að Fílabeinsströndin komst áfram.
 
Ljósmynd/ Dusko Savanovic var svellkaldur í lokin gegn Argentínu. Setti stóran þrist en hann var stigahæstur sinna manna með 19 stig.
 
emil@karfan.is