Í gær voru sannkallaðir epískir leikir á boðstólum fyrir körfuboltaunnendur. Tyrkir hafa eignast nýja þjóðhetju og all nokkrir Litháar hafa skemmst sér vel í nótt enda vann lið þeirra heims- og evrópumeistara Spánverja í hörkuleik.
Flest stig:
Kirk Penny hjá Nýja Sjálandi og Ersan Ilyasova hjá Tyrklandi setti báðir 26 stig í dag.
 
Stærsti sigurinn:
Nýja Sjáland vann Líbanon 108-76 og unnu því með 32 stigum.
 
Óvæntastu úrslitin:
Sigur Litháa á Spáni kom á óvart. Spánverjar sem eru ríkjandi heims- og evrópumeistarar voru afar líklegir til afreka á mótinu. En þeir hafa tapað tveimur af þremur leikjum sínum á mótinu til þessa.
 
 
Frammistaða dagsins:
Hinn 23 ára gamli Ersan Ilyasova er nýjasta þjóðhetjan í Tyrklandi. Hann var sjóðandi á móti Grikkjum í gær og skoraði 26 stig. Þ.á.m. 18 stig úr sex þriggja stiga skotum en hann nýtti alla þristana sína í leiknum.
 
 
Hetjan:
Linas Kleiza var hetja Litháa í dag en hann var sjóðandi í lokin. Hann setti fjögur af síðustu fimm stigum Litháa og var svellkaldur á línunni í lokin þegar hann kom sínu liði yfir 76-73 með nokkrar sekúndur eftir.
 
Skúrkurinn:
Skúrkar dagsins er dómaratríó leiks Grikkja og Tyrkja. Þeir dæmdu ekki þriggja-stiga flautukörfu Grikkja í lok fyrri hálfleiks. Þeir skoðuðu skotið á myndbandi ítarlega í hálfleik en komust samt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki gilt.
 
Ljósmynd/ Semih Erden og Oguz Savas fagna sigri Tyrkja í dag.
 
 
emil@karfan.is