Haukar og Stjarnan mættust í æfingarleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Eftir jafna byrjun sigu gestirnir úr Garðabæ fram úr og náðu snemma 10 stiga forystu. Haukar náðu þó með góðri baráttu að komast aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn í eitt stig í öðrum leikhluta.
 
 

Í þriðja leikhluta lögðu Garðbæingar grunn að sigri sínum er þeir náðu hátt í 20 stiga forystu. Mestur varð munurinn 24 stig og að lokum sigruðu Stjörnumenn, 67-86.

Karfan.is er ekki með stigahæstu menn að svo stöddu.
 
Mynd: Örn Sigurðarson leggur hér knöttin ofaní körfuna fyrir Hauka
 
emil@karfan.is