Tveir leikir fóru fram á Heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í dag en þar mættust liðin sem leika um 5.-8. sætið á mótinu. Spánverjar lögðu Slóvena með 17 stiga mun og Argentína hafði betur gegn Rússum. Á morgun munu Slóvenar og Rússar því leika um 7. sætið en Spánn og Argentína mætast á sunnudag í slag um 5. sætið.
Spánn 97-70 Slóvenía
Sem fyrr var Juan Carlos Navarro fyrirferðamikill í liði Spánar en í dag gerði hann 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir sína menn. Jaka Lakovic var stigahæstur hjá Slóvenum með 19 stig og 4 stoðsendingar.
 
Argentína 73-61 Rússland
Luis Scola smellti niður 27 stigum fyrir Argentínumenn en í liði Rússa var Sergey Monya með 17 stig.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com Juan Carlos Navarro og félagar í spænska liðinu munu leika gegn Argentínumönnum um 5. sætið á sunnudag.