Snorri Örn Arnaldsson verður Teiti Örlygssyni innan handar með Stjörnuna í vetur en frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu félagsins www.stjarnan-karfa.is
Snorri er fæddur 1976 og hefur verið viðloðandi þjálfun til margra ára. Hann hóf sinn þjálfaraferil hjá Fylki en hefur auk þess þjálfað yngri flokka hjá Fjölni og Breiðablik. Síðasta tímabil þjálfaði hann mfl karla hjá Álftanesi. Snorri hefur verið yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar síðastliðið ár og hefur nýtekið við U15 ára landsliði drengja.