Snæfell komst áfram eftir sigur á Fjölni á meðan Grindavík vann Njarðvík í 8-liða úrslitum og þau lið mættust nú í kvöld í Stykkishólmi í 4-liða úrslitum Lengjubikarsins.
Liðin voru jöfn í fyrsta leikhluta og í stöðunni 8-8 hafði Andre skorað öll stig Grindavíkur og Snæfell náði aðeins forskoti en leikurinn jafnaðist aftur 17-17. 27-28 var staðan eftir fyrsta fjórðung fyrir Grindavík en Andre var kominn með 16 stig af þeim.
 
Snæfell byrjaði annan fjórðung með látum og skoruðu fyrstu 14 stigin og komust í 42-28. Snæfell hélt forskoti sínu í leikhlutanum þrátt fyrir þrjá þrista í röð hjá Grindavík á kafla og leiddu í leikhlé 61-50. Andre Smith var kominn með 22 stig fyrir Grindavík og Guðlaugur Eyjólfs 11 stig. Ryan Amoroso var kominn með 23 stig fyrir Snæfell, Emil Þór 11 stig og Pálmi 10 stig.
 
Nonni Mæju fauk útaf fyrir lítið með 5 villur eftir 4 mín leik í þriðja hluta. Undir lok þriðja hleyptu Snæfellingar Grindavík nær sér sem voru að spila betri vörn en Snæfell leiddi þó 83-78. Í fjórða leikhluta náðu Grindvíkingar að jafna 93-93. Snæfellingaar týndust útaf á eftir Ómari hjá Grindavík fyrst Ryan og svo Lauris. Lokamínúturnar voru æsispennandi og virkilega heitar en staðan var 97-95 fyrir Snæfell og Pálmi kláraði tvö á línunni. Snæfell sigraði leikinn 101-98 eftir hörku lokafjórðung beggja liða.
 
Snæfell mætir svo KR í úrslitum Lengjubikarsins sunnudaginn 26. september í Laugardalshöllinni kl 15:30.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Emil Þór, Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Sean B, Ryan A.
Grindavík: Páll Axel, Ómar Örn, Guðlaugur E, Ólafur Ó, Andre Smith.
 
Atkvæðahæstu menn liðanna:
 
Snæfell: Ryan Amaroso 32/15 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 19, Sean Burton 17/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst/11 stoðsendingar, Lauris Mizis 8/9 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6, Jón Ólafur Jónsson 5/5 fráköst, Gunnlaugur Smárason 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Egill Egilsson 0, Kristján Andrésson 0, Snjólfur Björnsson 0.
 
Grindavík: Andre Smith 34/4 fráköst/5 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Ómar Örn Sævarsson 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Ármann Vilbergsson 3, Helgi Björn Einarsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Marteinn Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
 
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 
 
Texti: Símon B. Hjaltalín.
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Amoroso var illviðráðanlegur í kvöld.