Snæfell lagði Fjölni að velli í gærkvöldi í Lengjubikarnum 94-76 og bókaði sig í undanúrslit.
Byrjunarliðin:
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Ryan Amoroso, Emil Þór Jóhannsson og Sean Burton.
 
Fjölnir: Tómas Tómasson, Ægir Steinarsson, Sindri Kárason, Jón Sverrisson og Arnþór Guðmundsson.
 
 
Snæfell komst í upphafi leiks í 6-0 með þristum frá Ryan Amoroso og Sean Burton en leikurinn var rétt að byrja og byrjaði á harðahlaupum fram og til baka. Staðan var 21-13 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta og voru þeir aðeins sprækari á sprettinum en Fjölnismenn þó lítill munur væri á milli liðanna framan af. Snæfell spilaði heldur þéttari vörn og fengu á móti auðveldari skot og lay-up. Fjölnismenn reyndu oft pressu sem Snæfell leysti vel og náðu yfirleitt að skora eftir slíka.
 
 
Staðan eftir annan leikhluta var 39-34 og náðu Fjölnismenn að stilla sig betur af og voru að sækja í sig veðrið eftir að Snæfell höfðu komist 14 stigum yfir 25-13. Emil Þór var kominn með 12 stig hjá Snæfelli og Sean 10 stig. Ryan var kominn með 9 stig og 9 fráköst. Hjá Fjölni var Jón Sverrisson drjúgur með 10 stig og 5 fráköst. Ægir Þór 9 stig og Tómas 5 stig.
 
 
Fjölnir gáfu í í þriðja hluta með Tómas og Ægi í fararbroddi og minnkuðu muninn í 51-46 þegar Snæfell tók við sér og smelltu næstu 11 stigum og komust í 62-46. Eftir þriðja hluta stóðu leikar 65-54 fyrir Snæfell en hjá þeim var Sean Burton kominn með 4 villur. Snæfell komst í 73-58 en þá var komið að Fjölni með Tómas, Ægi og Jón Sverris. Þeir komu leiknum í 73-67 en Snæfellingar komu tilbúnir tilbaka. Jón Sverrisson fór svo útaf með 5 villur þegar um 4 mín voru eftir og staðan 82-67 fyrir Snæfell þar sem Ryan og Emil að skora vel. Á lokasprettinum gaf Snæfell í og kláraði annars gott lið Fjölnis 94-76.
 
 
Atkvæðamestu leikmenn liðanna:
 
 
Snæfell: Emil Þór 21 stig, 7 fráköst. Ryan Amoroso 20 stig, 12 fráköst. Sean Burton 17 stig, 7 frák og 5 stoðs.
 
 
Fjölnir: Ægir Þór 18 stig, 9 frák og 6 stoðs. Tómas Tómasson 18 stig, 5 stoð. Jón Sverrisson 17 stig, 8 frák.
 
Ljósmynd/Þorsetinn Eyþórsson – Emil Þór Jóhannsson var stigahæstur sinna manna í gærkvöldi.
 
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín