Sigmundur Már Herbertsson dæmir annað kvöld leik Norrköping Dolphins frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu í Evrópukeppni karla. www.kki.is greinir frá.
Er þessi leikur í undankeppni Evrópudeildar karla(Eurocup) en leikið er heima og að heiman. Það lið sem hefur betur í einvíginu fer áfram í riðlakeppnina sem hefst í október.
 
Ásamt Sigmundi dæma dómarar frá Þýskalandi og Rússlandi en eftirlitsmaðurinn kemur frá Skotlandi.