Stærstu spurningunni á Sauðárkróki er enn ósvarað! Verður Svavar Atli Birgisson með liðinu í vetur? Kappinn liggur nú undir feld og nýráðinn þjálfari Borce Ilievski segir enn vanta stóran leikmann í hópinn og vonast til að finna hann hérlendis. Svavar kemur beint af færibandinu frá Stólunum og hefur verið einn af sterkustu leikmönnum félagsins um árabil. Hvort kappinn verði með eður ei kemur í ljós áður en að fyrstu umferð kemur í úrvalsdeildinni en þangað til skulum við heyra hvað nýji þjálfarinn Borce hefur að segja um stöðu mála í Síkinu. 
Farnir:
Cedric Isom
Donatas Visockis
Axel Kárason
Sigmar Logi Björnsson
 
Komnir:
Dragoljub Kitanovic
Dimitar Petrusev
Mike Fretengelo
 
,,Okkar markmið á komandi tímabili verður að setja ferkst blóð inn á völlinn og gefa ungum leikmönnum mínútur. Vissulega munum við leggja allt í sölurnar til að spila góðan bolta en það vantar einn stóran mann í hópinn sem ég vona að við getum fundið hér á Íslandi,” sagði Borce og bætti við að markmið Tindastóls á komandi árum væri að skapa lið sem væri ungt og þróttmikið og gæti brátt gert atlögu að titli.
 
,,Sama hvernig málum með erlenda leikmenn verður háttað tel ég að komandi tímabil verði afar áhugavert. Í augnablikinu tel ég að Stjarnan líti best út af öllum liðum og býst við að þeir nái langt.”
 
 
Ljósmynd/ Verður Svavar áfram með Stólunum?