Í sumar tók Helgi Jónas Guðfinnsson við Grindavíkurliðinu af Friðriki Ragnarssyni. Sterkir póstar á borð við Brenton Birmingham og Arnar Frey Jónsson hafa horfið á braut en þó hafa orðið einhverjar viðbætur á hópnum og Guðlaugur Eyjólfsson stórskytta ætlar að taka einn vetur til viðbótar.
Komnir:
Almar Guðbrandsson
Helgi Björn Einarsson
Marteinn Guðbjartsson
 
Farnir:
Brenton Birmingham
Arnar Freyr Jónsson
 
,,Ég er nokkuð sáttur með hópinn sem ég er með. Hann var nú frekar fámennur til að byrja með en núna er þetta komið í góðan farveg. Við erum ekki búnir að setjast niður og setja okkur markmið en það verður gert um miðjan mánuðinn,“ sagði Helgi og býst hann við grönnum sínum úr Reykjanesbæ nokkuð sterkum.
 
,,Svona fljótt á litið þá held ég að Keflavík eigi eftir að vera mjög sterkir þar sem þeir halda næstum sama hóp og frá því í fyrra. Annars er erfitt að spá svona í byrjun september þar sem liðin eru að slípa sig saman.“
 
 
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson: Ómar verður önnum kafinn í Grindavíkurteignum á komandi leiktíð.