Enn kvarnast úr hópi Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna en einn sterkasti leikmaður liðsins, Petrúnella Skúladóttir, á von á barni og verður því ekki meira með gulum á þessari leiktíð. 
Fá ef nokkur lið hafa orðið fyrir jafn mikilli blóðtöku og Grindavík fyrir komandi leiktíð en horfnar á braut eru Jovana Lilja Stefánsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Íris Sverrisdóttir og nú Petrúnella Skúladóttir.
 
Körfuknattleiksíþróttin ætti þó ekki að líða fyrir sé til langs tíma litið en barnsfaðirinn er Jóhann Árni Ólafsson leikmaður Njarðvíkinga svo óhætt er að slá því fram að hugsanlega sé boltabarn í vændum.