Í sumar fengu Hornfirðingar nýjan Sport Court útikörfuboltavöll. Er þetta mikið gleðiefni fyrir körfuboltann á Hornafirði sem hefur vaxað og dafnað undanfarin ár. Síðan völlurinn var tekinn í notkun hefur hann verið mikið notaður og eru krakkar á öllum stundum að leika sér í körfubolta á vellinum. 
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar ásamt körfuboltamönnum á Hornafirði lögðu völlinn en hann er inná lóð grunnskóla Hornafjarðar.
 
Völlurinn var formlega vígður 25. ágúst með leik milli stjórnar kkd. Sindra og bæjarstjórnar sveitarfélagsins.
 
Frétt og mynd af www.kki.is