New Jersey Nets hafa landað reynsluboltanum Joe Smith á eins árs samning en fyrir árið fær Smith tæpa 1,4 milljón Bandaríkjadala. Joe Smith hefur marga fjöruna sopið í NBA deildinni en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1995 af Golden State Warriors. 
Á síðustu leiktíð lék Smith með Atlanta Hawks og gerði þar 3 stig og tók 2,5 fráköst að meðaltali í þeim 64 leikjum sem hann lék fyrir félagið.
 
New Jersey Nets er ellefta lið Smith á 15 ára ferli en kappinn hefur leikið 1014 NBA leiki og hefur gert að meðaltali 11 stig og tekið 6,5 fráköst í leikjunum.
 
Ljósmynd/ Joe Smith lék með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-2009