Serbar segja farir sínar ekki sléttar frá Heimsmeistaramótinu í Tyrklandi en þeir lágu í sögulegum leik gegn heimamönnum í Tyrklandi í undanúrslitum. Kerem Tunceri reyndist hetja Tyrkja í leiknum er hann gerði sigurkörfuna en hefði hann líka geta verið skúrkurinn?
Á myndbandi sem finna má á Youtube sést glögglega hvar Kerem stígur á hliðarlínuna þegar hann hefur keyrsluna að körfunni sem síðar gaf sigurkörfu leiksins.
 
Dómari leiksins við endalínuna er í kjörinni aðstöðu til að sjá atvikið en það hefur greinilega farið algerlega fram hjá honum að Kerem nánast þraðkar á línunni.
 
Ljósmynd/ Kerem Tunceri gerir sigurkörfuna margfrægu, sekúndu áður en myndin er tekin kroppar hann nánast lakkið af hliðarlínu leikvallarins.