Heimsmeistarakeppninni sem er nýlokið fékk mikið sjónvarpsáhorf um víða veröld. En sjónvarpsáhorfendur í um 200 löndum höfðu aðgang að leikjunum í beinni útsendingu. En þess má geta að Ísland er aðeins eitt tveggja landa í Evrópu sem höfðu ekki aðgang að keppninni í gegnum sjónvarp.
Patrick Baumann, framkvæmdastjóri FIBA, sagði keppnina þá best heppnuðu hingað til en leikir keppninnar vöktu mikla athygli. T.a.m. eru þrír leikir Litháens úr keppninni með mesta áhorf allra sjónvarpsviðburða þar í landi. Fleiri horfðu á landsliðið heldur en úrslitaleikinn á HM í fótbolta.
Landsleikur Kína og Grikkja fékk Kínverja til að stilla á körfubolta en um 65 milljónir Kínverja horfðu á leikinn.
Í heildina er talið að um milljarður manna hafi horft á keppnina en HM í Tyrklandi fékk meira áhorf en HM í Japan fyrir fjórum og EM í fyrra í Póllandi.
Ljósmynd/ Yi Jianlian ere vinsæll heimafyrir.
emil@karfan.is