Á föstudag greindi Karfan.is frá því að liðið Stál-Úlfur hefði fengið leikjafyrirkomulagi sínu breytt á hraðmóti UMFÁ þar sem Litháen var að mæta Bandaríkjunum á HM á sama tíma og Stál-Úlfur átti leik á Álftanesi. Stál-Úlf skipa leikmenn frá Litháen sem þekkjast betur undir fánum Lituanica. 
Í fréttinni á föstudag var leitað myndefnis í fréttina og handahófskennt merki með stálbakgrunn og úlf var fundið og það látið duga til að hafa mynd með fréttinni. Algirdas Slapikas, Lithái búsettur á Íslandi og einn af prímusmótorum Lituanica var ekki lengi að greiða úr þessum vanda og sendi okkur merki Stál-Úlfs með tilheyrandi útskýringu.
 
,,Í byrjun þessa árs var stofnað Íþróttafélagið Stál-Úlfur. Þetta þurftum við að gera til að verða löglegir á Íslandsmótinu í 2. deild karla. Nafnið sem við lékum undir í fyrra í 2. deild, Lituanica, var ekki samþykkt hjá ÍSÍ og því völdum við íslenskt nafn sem tengist landi okkar. Við viljum halda áfram með Lituanica nafnið og sérstaklega fyrir körfuboltadeildina okkar