Það voru Litháar sem tóku bronsverðlaunin á Heimsmeistaramótinu í Tyrklandi eftir sigur á Serbum í bronsleiknum. Lokatölur voru 99-88 Litháen í vil. 
Linas Kleiza fór mikinn í liði Litháen með 33 stig í bronsleiknum en hjá Serbum var Novika Velikovic atkvæðamestur með 18 stig.
 
Staðan í hálfleik í úrslitaviðureign HM millum Bandaríkjanna og Tyrklands er 32-42 Bandaríkjamönnum í vil og síðari hálfleikur var rétt að hefjast þegar þetta er ritað.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com Litháen tók bronsverðlaunin á HM.