Tveir leikir eru á dagskránni á Heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í dag. Leikið er um 5.-8. sæti á mótinu en endanleg röðun í fyrrgreind sæti verður ekki ljós fyrr en á laugardag.
Í fyrri leiknum í dag mætast Spánn og Slóvenía annarsvegar kl. 15:00 að íslenskum tíma og hinsvegar Rússland og Argentína kl. 18:00. Sigurliðin í dag mætast svo á laugardag í leik um 5. sætið. Tapliðin í dag mætast á morgun í slag um 7. sætið.
 
Ljósmynd/ Slóvenar mæta Spáni á HM í dag.