Íslenskur körfubolti er umfjöllunarefni netþáttarins Leikbrot. Þættirnir hófu göngu sína með nokkrum prufuþáttum á vef Youtube á síðasta ári. Viðtökurnar voru góðar og hlaut þátturinn mikla dreifingu á félagsvefjum eins og Facebook og Twitter og hafa nú fengið yfir 50 þúsund áhorf. Því er ljóst að mikil eftirspurn er eftir íslensku myndefni og umfjöllun um körfuboltann á netinu.
Leikbrot.is er ný netsíða sem er ætlað að safna góðum körfuboltamyndböndum (video) á einn stað. Áherslan er á íslenska boltann en NBA, evrópuboltinn og fleira gott fær að fjóta með þegar kostur gefst. Vonast er til að Leikbrot.is muni verða heimili íslenskra körfuboltamyndbanda á netinu og örva framleiðslu slíks efnis.
 
Á síðunni má meðal annars sjá myndband um Íslandmeistara Snæfells, bestu körfuboltakonu Íslands í danskeppni í Bandaríkjunum og margt fleira.