Serbneski miðherjinn Nenad Krstic er á batavegi eftir aðgerð á fingri sem hann gekkst undir á dögunum en hann fingurbrotnaði á heimsmeistaramótinu í Tyrklandi.
Krstic leikur með Oklahoma City Thunder í NBA deildinni og lék vel á HM með Serbum þar sem hann gerði 13,5 stig og tók 7,5 fráköst að meðaltali í leik. Búist er við því að Krstic verði klár í slaginn þegar deildin hefst en Thunder mætir Chicago Bulls í fyrsta leik.