Karla- og kvennalið Keflavíkur eru nú stödd í Danmörku á æfingamóti SISU, Gentofte Invitaional 2010. Á heimasíðu Keflavíkur segir að bæði lið séu enn á höttunum eftir sínum fyrsta sigri á mótinu. www.keflavik.is greinir frá. 
Karlaliðið lá 90-77 gegn Borås en staðan í hálfleik var 45-40. Gunnar Einarsson var með 22 stig, Valentino Maxwell 13, Hörður Axel 15 og Sigurður Þorsteinsson 8. Þá mætti liðið einnig SISU og máttu þola fjögurra stiga ósigur.
 
Hrannar Hólm hafði betur gegn sínu uppeldisfélagi Keflavík en hann er þjálfari kvennalið SISU. Leikurinn fór 78-55 fyrir SISU þar sem Jacqueline Adamshick var með 20 stig og 14 fráköst. Birna Valgarðsdóttir gerði 12 stig og tók 4 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir var með 5 stig og 4 fráköst. Marín 5 stig, Ingibjörg Jakobs 3 stig, Svava 3, Hrund 2 og Rannveig 2.
 
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson: Gunnar Einarsson gerði 22 stig fyrir Keflavík gegn Borås.