Keflvíkingar reyndust sprækari aðilinn í kvöld þegar Suðurnesjaliðið lagði Hamar á heimavelli. Haustbragur var á leik Hamarsstúlkna og opnaðist vörn þeirra alltof oft og nýttu gestirnir það sér vel. Þriggjastiga nýting Hamars var skelfileg en liðið hitti einungis úr 4 af 27 þriggjastiga skotum sínum. Leikurinn endaði með 10 stiga sigri Keflavíkurstúlkna, 75-65, sem eru þar með komnar í úrslit bikarsins.
Stigahæst í liði Hamars var Jaleesa Butler með 21 stig en Slavica Dimovska gerði 17.
Hjá Keflavík var það J. Adamshick sem var stigahæst með 22 stig en Bryndís Guðmunds var með 20.
 
Ljósmynd: Sævar Logi Ólafsson/ Jaqueline Adamshick gerði 22 stig fyrir Keflvíkinga í kvöld.
Texti: Jakob F. Hansen