Kvennalið Keflavíkur hefur gert samning við Jacquline Adamshick fyrrum leikmann Villanova háskólans um að leika með liðinu næsta tímabil í Iceland Express deild kvenna. Jacquline er 183 cm á hæð og mun koma til með að spila framherja hjá liði Keflavíkur.
Jacquline er 26 ára og kemur eins og fyrr segir frá Villanova háskólanum og skoraði þar 13 stig og tók um 6 fráköst á leik.  Hún spilaði með liði Keltern í þýskalandi á síðustu leiktíð og þar áður með liði Oberhausen í þýsku efstu deildinni. Þar var hún að setja um 10 stig og hirða 6 fráköst.  Keflvíkingar vinna nú hörðum höndum á að útvega henni atvinnuleyfi en segja að allt ætti að vera komið í höfn fyrir mótið. 
 
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur sagðist vera spenntur fyrir komandi tímabili. ,,Við ákváðum að fá leikmann í stærri kantinum eftir umhugsun. Þessi stúlka á vonandi eftir að hjálpa okkur í vetur. Við hlökkum bara til," sagði Jón en hann fer með lið sitt á æfingamót í Danmörku núna á næstu dögum. 
 
Ljósmynd/ Jacqueline er nýjasti liðsmaður Keflvíkinga.
 
skuli@karfan.is