ÍR og Fjölnir mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld í úrslitaviðureign Reykjanes Cup Invitational. Skemmst er frá því að segja að Breiðhyltingar undir stjórn Gunnars Sverrissonar höfðu betur í úrslitarimmunni þar sem lokatölur voru 98-91 ÍR í vil.
Keflavík landaði þriðja sætinu á mótinu með 104-102 sigri á Íslandsmeisturum Snæfells og Njarðvík hafnaði í 5. sæti eftir 76-69 sigur á Grindavík.
 
Lokastaða mótsins:
1. ÍR
2. Fjölnir
3. Keflavík
4. Snæfell
5. Njarðvík
6. Grindavík
 
Ljósmynd/ Valþór: Reykjanes Cup meistarar ÍR 2010.