Helgi Magnússon hefur gert samning við Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni og mun leika með félaginu á komandi keppnistímabili. Helgi lék með Solna Vikings á síðustu leiktíð en hefur nú fært sig um set þar sem hann skrifaði undir hjá Uppsala í gær.
Í frétt á heimasíðu Uppsala Nya Tidning kemur fram að Helgi hafi átt möguleika á framlengingu hjá Solna en til þess hafi ekki komið. ,,Uppsala vildu endilega fá mig í sínar raðir og það er á hreinu að maður vill að krafta sinna sé óskað,” sagði Helgi og því eru Íslendingaliðin í Svíþjóð orðin þrjú talsins. Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson hjá Sundsvall Dragons, Logi Gunnarsson hjá Solna Vikings og Helgi Magnússon hjá Uppsala Basket.
 
 
Ljósmynd/ Helgi í leik með Solna á síðasta tímabili.