Miðherjinn Helga Jónasdóttir mun leika með Haukum í Iceland Express deild kvenna á komandi tímabili en hún hefur þegar látið til sín taka með Hafnarfjarðarliðinu sem lá gegn KR í Lengjubikarkvenna í gærkvöldi.
Helga lék með uppeldisfélagi sínu Njarðvík á síðasta tímabili þar sem hún gerði 5 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Teigurinn er því orðinn þéttskipaður í Hafnarfirði því fyrir eru þar Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir sem reyndar var ekki með í leiknum í gær þar sem henni var ráðlagt að hvíla sökum bólgna í ökklafestum.
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Helga í baráttunni gegn Haukum í gærkvöldi.