Tindastóll og Hamar áttust við í kvöld í nokkuð tilþrifalitlum leik í Lengjubikarnum. Lítið var skorað, en heldur meira var af villum og mistökum. Leikurinn var þó spennandi mest allan tímann þó að gestirnir í Hamri hefðu frumkvæðið lengstum.
Stólarnir byrjuðu þó betur, en síðan náðu Hamarsmenn sér á strik og leiddu með átta stigum að loknum fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta komu Stólarnir til baka og í hálfleik munaði einu stigi 34 – 35. Liðin skoruðu hvort um sig 14 stig í þriðja leikhluta og því munaði enn einu stigi, 48 – 49.
 
Leikurinn var síðan jafn þar til að það voru tvær og hálf mínúta eftir í stöðunni 63 – 63. Þá hættu skotin að detta hjá heimamönnum og gestirnir kláruðu leikinn með síðustu 9 stigum leiksins. Lokatölur 63 – 72 og Hamar kominn í næstu umferð. Bestir heimamanna voru Rikki og Helgi Rafn. Rikki með 15 stig, en Helgi með 18 stig og 20 fráköst. Hjá gestunum áttu Svavar og Taraskus bestan leik og Darri og Ellert voru sprækir. Það er ljóst eftir þennan leik að Stólarnir eiga nokkuð í land, en Hamarsmenn sýndu þokkalega spretti á köflum.
 
Tindastoll: Helgi Rafn Viggósson 18/20 fráköst, Friðrik Hreinsson 15, Dimitar Petrushev 11, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Helgi Freyr Margeirsson 7, Dragoljub Kitanovic 3, Einar Bjarni Einarsson 1, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 0, Halldór Halldórsson 0, Þorbergur Ólafsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
 
Hamar: Nerijus Taraskus 18, Svavar Pall Palsson 16, Darri Hilmarsson 11/6 fráköst, Eyþór Heimisson 7, Ragnar Á. Nathanaelsson 6/7 fráköst, Kjartan Kárason 5, Ellert Arnarson 5/6 stoðsendingar, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Stefán Halldórsson 0, Bjartmar Halldórsson 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Emil F. Þorvaldsson 0.
 
Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson og Jón Bender. Skiluðu sínu vel.
 
 
Ljósmynd/ Hjalti Árnason: Barist um frákastið í Síkinu.
Umfjöllun: Jóhann Sigmarsson