Grindvíkingar fóru til Njarðvíkur í kvöld og slógu heimamenn út úr Lengjubikarnum þetta árið. 87:102 var lokastaða kvöldsins og sigur gestanna fyllilega verðskuldaður. Gestirnir leiddu með 8 stigum í hálfleik.
 Jafnt var á með liðum framan af leik en þegar líða tók á annan leikhluta tóku Grindvíkingar frumkvæðið.  Sem fyrr segir leiddu þeir með 8 stigum í hálfleik og í þeim seinni gáfu gestirnir allt í botn á meðan lítið gekk hjá heimamönnum.  Af öllum ólöstuðum var það Ólafur Ólafsson sem var maður þessa leiks. Strákurinn setti 16 stig 3 varin skot og hirti 11 fráköst ásamt því að sýna gríðarlega baráttu beggja vegna vallarins. Stigahæstu gestanna var hinsvegar að vanda Páll Axel Vilbergsson með 28 stig. Fátt var um fína drætti hjá heimaliðinu en skástur þeirra var Guðmundur Jónsson sem skilaði 25 stigum.