Tveir leikir fóru fram á Greifamótinu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn var leikur Þórs og Hattar, en Þórsarar höfðu betur í þeim leik 95:53 í leik sem var eins og tölurnar gefa til kynna, aldrei jafn. Í síðari leik kvöldsins mættust svo Þórsarar og FSU en gestirnir höfðu betur í framlengdum leik,
58:65.
Eins og tölurnar gefa til kynna þá var sóknarleikurinn ekki í hávegum hafður í þessum leik, en FSU byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu strax 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Þórsarar komu hægt og bítandi inn í leikinn og hefðu með smá heppni geta klárað leikinn en misstu hann í framlengingu. Í framlengingunni voru gestirnir sterkir og innbyrtu sjö stiga sigur.
 
Mótið heldur svo áfram í dag með eftirfarandi leikjum:
 
Laugardagur 25. september
Þór – Fsu 10:15 Drengjaflokkur, Íslandsmót
FSu – Höttur 12:15 Höllin Greifamót
Þór – Höttur 14:15 Æfingaleikur í tengslum við Statt-námskeið
 
 
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson
Texti: Sölmundur Karl Pálsson