Um helgina fer hið árlega Greifamót Þórs í körfuknattleik fram. Erfiðlega gekk að fá lið norður þetta árið auk þess sem tvö lið drógu þátttökutilkynningu sína til baka. Engu að síður fer mótið fram um helgina og munu FSu og Höttur taka þátt. www.thorsport.is greinir frá.
Leikið verður í Höllinni á föstudag og laugardag. Þórsar munu leika báða leiki sína á föstudagskvöld en að auki spila þeir æfingaleik við Hött á laugardag. Leikurinn verður haldinn í tengslum við tölfræðinámskeið (Smart-Stat) sem haldið verður í Höllinni kl. 12:30 á laugardaginn.
 
Leikjaplan mótsins er því þannig:
 
Föstudagur 24. september
 
Höttur – Þór 19:30 Höllin Greifamót
Þór – FSu 21:30 Höllin Greifamót
 
Laugardagur 25. september
Þór – Fsu 10:15 Drengjaflokkur, Íslandsmót
FSu – Höttur 12:15 Höllin Greifamót
Þór – Höttur 14:15 Æfingaleikur í tengslum við Statt-námskeið