Undirbúningur fyrir keppni í spænsku úrvalsdeildinni stendur nú yfir og hafa Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í CB Granada verið að ná hagstæðum úrslitum. Jón gerði m.a. 12 stig í sigurleik gegn Malaga þann 3. september síðastliðinn.
Þann 6. september mættust Granada og Samara Russian fyrir luktum dyrum á heimavelli Granada. Lokatölur leiksins voru 82-79 Granada í vil þar sem Jón Arnór gerði 8 stig.
 
Síðastliðinn mánudag mættust svo Granada og Alicante Meridian þar sem Granada hafði betur 84-77 og okkar maður með 8 stig í leiknum. Á morgun mætast Granada og Unicaja og á sunnudag leikur Granada gegn Cajasol svo það er í nægu að snúast þessi misserin hjá Jóni Arnóri áður en allt fer á fullt á Spáni.