FSu kom sá og sigraði á hinu árlega Greifamóti Þórs í körfubolta sem lauk á laugardag. Mótið var með minnsta móti þar sem aðeins FSu og Höttur mættu til leiks auk heimamanna. www.thorsport.is greinir frá.
Flestir leikjanna fóru fram á föstudag en á laugardag fór einn leikur fram þegar FSu og Höttur áttust við. FSu hafði öruggan sigur í leiknum 92-51 og tryggði sér þar með sigur á mótinu.
 
Ljósmynd/ Rúnar Haukur Ingimarsson: Frá viðureign Þórs og FSu á föstudag.