Skallagrímur og Fjölnir mættust í æfingaleik í gærkvöldi í meistaraflokki karla þar sem félagarnir Trausti Eiríksson og Sigurður Þórarinsson mættu í fyrsta sinn sínum gömlu félögum í Skallagrím eftir að þeir skiptu úr Borgarnesi í Fjölni nú í sumar.
 
Fjölnismenn höfðu nokkuð öruggan sigur í gær en lokatölur leiksins voru 61-83 Fjölni í vil.