Njarðvíkingar birtu í gær ítarlegan pistil á heimasíðu sinni um kvennaliðið sem leikur í Iceland Express deildinni á komandi leiktíð. Þar segir þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrissson, að liðið hafi haldið sér í úrvalsdeild á síðustu leiktíð og að nú sé kominn tími til að stíga næsta skref.
Þá kemur einnig fram í pistlinum að bandaríski leikmaðurinn Sheila Fields komi til liðsins á föstudag og að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir sé enn að melta það hvort hún leiki með liðinu í vetur. ,, Ingibjörg sem eignaðist sitt fyrsta barn í ár er flutt heim á klakann eftir dvöl í Þýskalandi og vonandi verður hún með okkur í vetur enda reynslubolti og frábær leikmaður,“ segir á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is  
 
 
Ljósmynd/ Ingibjörg Elva er enn að meta stöðuna en hér er hún í leik með Keflavík.